Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2007 | 13:20
Hin áttin líklegri...
... miðað við gengi liðana á síðasta ári þætti mér nú líklegra að McLaren hefði stolið frá Renault. Renault eru jú heimsmeistarar síðustu tveggja ára og eru heimsmeistarar í dag.
Þetta skýrir kannski gengi Renault í ár, stela einhverju úr Mercedes/Chrysler og setja í Renault. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
Við hin fylgjumst spennt með.
Tæknimaður McLaren sagður hafa farið með leynigögn til Renault | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 15:14
Mín 7 undur Vestfjarða
Ég er ekki af Vestfjörðum en örlögin hafa verið þannig að ég tengist þeim um aldur og ævi. Ég fer þó allt of sjaldan vestur en fjölskyldan fór þangað síðasta sumar og náðum að sjá ótrúlega mikið á lengdri helgi. Ég hef séð lang flest af þessum mannvirkjum en þó ekki allt. Ég hef í huga það sem kom fram í fréttinni: "Sá sem hefur komið þangað gleymir því ekki - eitthvað er þar öðruvísi en allt sem hann hefur áður séð."
- 1) Óshlíðarvegur/krossinn - mun merkilegri fyrir mig en flesta aðra
- 2) Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal - mögnuð í sínum einfaldleika
- 3) Síldarverksmiðjan í Djúpavík - Gaman að ganga um söguna, fann næstum lyktina.
- 4) Jarðgöngin í Arnarneshamri - flott umhverfi og dugnaður í fólkinu að komast í gegn
- 5) Gamla kirkjan í Árnesi í Trékyllisvík - magnaðar sögur sem fylgja byggingu nýju kirkjunnar, sú gamla miklu betri og flottari en sú nýja.
- 6) Riis-húsið á Borðeyri - Borðeyri er minnsta stórborg í heimi, mikið mannlíf á litlu svæði.
- 7) Kleifakarlinn á Kleifaheiði - kannski ekki merkilegur en eftirminnilegur er hann, vegavinnumenn að dunda sér í frítímanum (vonandi), stór og sniðugur.
Fyrstu 1-4 eru alveg skotheld að mínu mati, 5-7 gæti breyst á morgun eða næst þegar ég skoðaði þetta. Hefði viljað hafa Krossneslaug í valinu, skemmtileg sveitalaug í fjöruborðinu, held hún sé við eða nálægt Norðurfirði.
Mikið rosalega hefði ég viljað fá myndir af öllum þessum stöðum og kort með sem sýnir hvar þetta er. Ég hef eflaust séð flest af þessu en er ekki að átta mig á því. En tilgangurinn með þessu er jú að finna eitthvað sem ekki gleymist.
Það sem ég taldi upp gleymi ég ekki.
Björn Árni Ólafsson
Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 15:16
Latcharter - ekki Flugleiðir
Í þessari frétt er smá skekkja. Málið er að Icelandair Group á Icelandair og stóran hlut í Latcharter. Um það snýst málið ekki Flugleiði eins og stendur í fréttinni. Hér fyrir neðan er hluti úr samþykkt FÍA fundarins í gær og birtist í frétt á MBL.is fyrr í dag.
Fjölmennur félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) samþykkti í gærkvöldi harðorða ályktun vegna þeirrar stefnu Icelandair Group að notast við erlenda verktaka, lettneska félagið Latcharter, í leiguflugi á vegum Icelandair erlendis en íslensku flugmennirnir telja að með því brjóti félagið gegn forgangsréttarákvæðum í kjarasamningi FÍA og Icelandair.
Ég tek ekki afstöðu í þessari deilu en vil hafa þetta á hreinu. Ekki er verið að setja erlenda flugmenn á vélar Icelandair eða Flugleiða eins og flugfélagið hét lengi.
Björn Árni
Búast má við truflunum á flugi Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 22:20
Bíllinn minn kominn á kortið
Bíllinn minn á forsíðu !!!
Ég og dóttir mín fóru í Njarðvík/Reykjanesbæ í gær til að taka þátt í Ljósanótt. Þegar við ókum inn í bæinn tóku 2 stúlkur á móti bílalestinni og gáfu dagskrá og kort. Minnti mig óneitanlega á Dönsku Dagana í Stykkishólmi, þar er þó rukkað inn í bæinn sama hvert erindið er, meira um það á eftir.
Framan á kortinu sem við fengum afhent voru nokkrar myndir frá fyrri Ljósanóttum. Ein af myndunum var frá hópakstri fornbíla og þar var bíllinn minn. Bíllinn minn var sem sé á forsíðu kortsins sem nánast allir fengu sem fóru inn í bæinn, í það minnsta þau sem fóru gegnum Njarðvík. Það gladdi mitt smábæjarhjarta að sjá mynd af bílnum mínum á forsíðu, þó þetta væri nú bara eitt af kynningarefninu sem var í boði ;)
Bláa Corvettan mín var framan á kortinu, sú sama og var í hópasktrinum þetta árið. Eins og undanfarin ár hefur pabbi minn keyrt bílinn. Einskonar greiði fyrir að geyma Vettuna allt árið fyrir mig því engan hef ég bílskúrinn á Álftanesinu. Geggjuð sýning eins og undanfarin ár og þvílíkur fjöldi af mótorhjólum.
Allt sem við feðginin skoðuðum var nokkuð hefðbundið, listamenn og allskonar sölubásar. Líka hefðbundin skemmtiatriði, Skoppa&Skrítla, Kalli á Þakinu og fleiri. Ljósanóttin hefur þó eitt sem ég hef ekki séð á öðrum bæjarhátíðum, það er Árganga-ganga. Fyrir árgangagöngu safnast fólk saman fyrir framan hús við Hafnargötuna (aðalgatan) sem passar við þeirra fæðingarár. Ég og Skúli mættum ferskir við Hafnargötu 74, enda fæddir 1974, skömmu síðar bættust við nokkrar stelpur (eiginlega orðnar konur).
Gangan byrjaði síðan efst hjá yngsta fólkinu og síðan voru árgangarnir tíndir upp í skrúðgönguna. Mér fannst þetta skemmtilegt og ég sá mikið af fólki sem ég þekki eða kannast við. Við Marta Líf dóttir mín sóttum síðan Mömmu mína og hennar árgang en þá vorum við nánast komin niður í bæ. Síðan vorum við Mamma&Pabbi og við feðginin að slæpast niður í bæ.
Eina sem ég get sett út á er að flugeldasýningin var klukkan 23, mér finnst það um klukkutíma of seint. Í það minnsta fyrir mína 5 ára, við vorum niðr'í bæ þangað til 22 og þá hefði verið gaman að fá sýninguna enda orðið kolniðamyrkur. Brunaði út úr bænum eftir það og sú litla sofnuð áður en við komum að Fitjunum. Ég sá reyndar flugeldasýninguna þegar ég ók Álftanesveginn, flott sjón þó ég hefði frekar viljað vera í Reykjanesbæ.
Örstutt um Dönsku dagana af því ég glósaði aðeins um þá í byrjun. Ég hef farið tvisvar þangað. Fyrra skiptið var líklegast 1998 og þá vorum við hópur á leið í siglingu um Breiðafjörð, lentum í smá stappi við fólk sem ætlaði að rukka okkur fyrir að fara inn í bæinn á dönsku dagana. Man ekki hvernig það endaði en við greiddum ekki. Sama upp á teningnum þegar við fórum 2005, greiddum fyrst aðgöngu-gjald að bænum (eins furðulegt og það er) og svo var rukkað fyrir tjaldstæði. Plássið okkar var grasbali við veginn, engin þjónusta og um kílómetri að klósetti og rennandi vatni. Engu að síður fínt en við Suðurnesjamenn rukkum ekki fólk fyrir að koma í bæinn, við gefum þeim kort með mynd af bílnum mínum á forsíðunni.
P.s. for the record, ég hlustaði á Ljótu Hálfvitana um kvöldið en gekk í burtu þegar flytja átti Ljósanæturlagið. Reyndar var Marta Líf að sofna á þessum tímapunkti en ég notaði tækifærið og mótmælti laginu með að ganga burt, ljóta lagið ljósa lagið J Sem betur fer tók enginn eftir þessu þöglu mótmælum mínum.
PP.SS
Til að auka á monntið sá ég að Víkurfréttir http://www.vf.is/ljosmyndir/ eru líka með mynd af bílnum mínum í myndaalbúmi frá laugardeginum. Albúmið heitir Ljósanótt 07 - 6 laugardagur. Mynd 31 af 32. Endilega skoðið myndina og fleiri frábærar myndir á þessari slóð hér fyrir ofan.
Björn Árni
Mikill mannfjöldi á vel heppnaðri ljósanótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 09:41
Fréttir af fjölmiðlum
Mér finnst alltaf gaman af því hve fjölmiðlar fjalla mikið um fjölmiðla. Fólki er því miður sagt upp annað slagið hjá ýmsum fyrirtækjum, en þykir ekki alltaf fréttnæmt. Mér finnst það ekki frétt þó fréttamaður á Stöð 2 sé sagt upp, alla vega ekki efni í 2 fréttir á mbl.is. Ég skil fréttaflutning af hóp-uppsögnum.
Þessi skoðun mín hefur ekkert með það að gera hvort mér líki við Þóru Kristínu, sem mér finnst reyndar mjög góður fréttamaður. Mér finnst hennar uppsögn ekkert meiri frétt en væri einhverjum sagt upp á Veðurstofu Íslands, Bónus, Glitni eða Bílaumboðinu B&L svo einhver fyrirtæki sem ég leita til annað slagið séu nefnd.
Fjölmiðlar eru mikilvægir, þeir hafa vald en fjölmiðlar eru líka mjög sjálfhverfir og uppteknir af sjálfum sér. Sést ágætlega þegar Mbl.is er að fjalla um starfsmannnamál samkeppnisfyrirtækis.
Björn Árni
Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 15:30
Sérkennilegt mál
Kafeel Ahmed 27 ára verkfræðingur á að hafa keyrt bíl fullan af gaskútum til að sprengja upp flugstöð. (Kom fram fyrr í dag á mbl.is að hann væri með doktorspróf: Ahmed var 27 ára frá Bangalore á Indlandi. Hann var verkfræðingur að mennt með doktorsgráðu í hönnun og tæknifræði.)
Finnst engum skrýtið að hann skyldi nota gaskúta, sem eru ekki sérlega hentugir í þetta verkefni. Sem verkfræðingur ætti hann að geta aflað sér smá auka-þekkingar til að búa til sprengju. Ég kann það ekki en hef heyrt að það sé ekki mikið mál að afla sér þekkingu og efni í sprengju. Það ætti að vera auðveldara fyrir hann að búa til sprengju en viðskiptafræðinga eins og mig. Eina sem ég hefði getað kennt Kafeel væri að til væru áhrifameiri "skotmörk" en flugstöðin í Glasgow og hægt væri að fá meira fyrir peninginn með að nota önnur efni en gaskúta.
Mögulega er þetta satt og rétt, en ég hugsa samt alltaf um myndina "Wag the dog" þegar ég heyri af svona skrýtnum fréttum. Ég er alla vega ekki það sannfærður að ég geti glaðst yfir dauða þessa unga manns enda mun ég seint gleðjast yfir dauða nokkurs. Sumir bloggarar hafa lagt til kampavínsdrykkju af þessu tilefni.
Njótið helgarinnar !
Átti að segja að tilræðismaður væri í fríi á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)