Fréttir af fjölmiðlum

Mér finnst alltaf gaman af því hve fjölmiðlar fjalla mikið um fjölmiðla. Fólki er því miður sagt upp annað slagið hjá ýmsum fyrirtækjum, en þykir ekki alltaf fréttnæmt. Mér finnst það ekki frétt þó fréttamaður á Stöð 2 sé sagt upp, alla vega ekki efni í 2 fréttir á mbl.is. Ég skil fréttaflutning af hóp-uppsögnum.

Þessi skoðun mín hefur ekkert með það að gera hvort mér líki við Þóru Kristínu, sem mér finnst reyndar mjög góður fréttamaður. Mér finnst hennar uppsögn ekkert meiri frétt en væri einhverjum sagt upp á Veðurstofu Íslands, Bónus, Glitni eða Bílaumboðinu B&L svo einhver fyrirtæki sem ég leita til annað slagið séu nefnd.

Fjölmiðlar eru mikilvægir, þeir hafa vald en fjölmiðlar eru líka mjög sjálfhverfir og uppteknir af sjálfum sér. Sést ágætlega þegar Mbl.is er að fjalla um starfsmannnamál samkeppnisfyrirtækis.

Björn Árni


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband