25.11.2007 | 14:08
Á 200 hö en með grunnþjálfun
Ég skil ekki alveg tilganginn með þessari fyrirsögn eða bara fréttinni ef út í það er farið. Kannski á þessi fullyrðing að vera fyndin en ég sé ekki húmorinn í að ögra fólki til að stinga lögregluna af. Eins sé ég ekki hvað er svona merkilegt við þennan bíl, þ.e. umfram aðra lögreglubíla landsins. Kannski var þetta bara eitthvað sem kom inn á borð blaðamanns nokkuð tilbúið og lítið þurfti að gera við efnið svo það yrði prenthæft þó "frétta-efnið" sé ekki mikið, eða hvað?
1) Ég veit um fólk sem færi létt með að stinga þennan bíl af, sér í lagi ef ökumenn bílsins (lögreglumenn) hafi eingöngu hlotið "grunnþjálfun" í forgangsakstri. Verð nú líka að segja að bíll sem er vel á annað hundrað hestöfl er nú ekki líklegur til afreka.
2) Flestir fjölskyldubílar í stærri flokki eru vel á 200 hestöflin og betri týpurnar vel á 300 hestöflin. Hyundai Santa Fe sem mörg lögregluumbætti eru með er 173 hestöfl, stálplötu undir vélinni, glasahöldurum og gott ef ekki sætishitara. Trúi nú varla að eldri Volvo bílar séu mikið verri en þessi, eða hvað er það kannski fréttin?
Honda Accord er 155 & 190 hö eftir vélarstærð
VW Passat er 115, 150 & 200 hö eftir vélarstærð
Volvo s40 er 140 & 230 hö eftir vélarstærð (sjálfskiptir)
Svo eru það allir sport-jepparnir sem henta vel til að stinga af, geta t.d. farið yfir hraðahindranir á miklum hraða og jafnvel yfir aðrar hindranir. Síðan eru öll mótorhjólin. Ekki það að ég hafi nokkuð vit á þessu, bara séð þetta í bíómyndum og fréttum. En mitt mat er að þessi fyrirsögn sé röng og fréttagildið í fréttinni sáralítið, en sumt er bara skrifað til að vera sniðugt og annað er skrifað sem dulbúin auglýsing. Veit ekki hvað á við í þessu tilviki.
Verð þó að skjóta einu að, því miður man ég þetta ekki nógu vel til að skrifa hvaða ár þetta var. Lögreglan á Suðurnesjum fór í eftirför á eftir ökuníðing, nokkrir bílar tóku þátt og endaði eltingarleikurinn út á Reykjanesbraut. Eftir mikinn eltingarleik kom í ljós að ökuníðingurinn sem ók þessum fína Jeep Cherokee var eingöngu 15 ára. Í því tilviki hefði nú verið gott að vera á Volvo S80 með sérstyrktri botnplötu, glasahaldara og eitthvað vel á annað hundrað hestöfl. Lögreglumennirnir í því tilviki höfðu örugglega hlotið grunnþjálfun og jafnvel meira en grunnþjálfun enda náðu þeir kauða, man ekki hvernig bíla embættið átti þá en það var örugglega ekki S80.
Björn Árni Ólafsson
Það stingur enginn lögguna af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.