BMW = frétt / Nissan Patrol = ekki frétt

Síðasta færsla mín snérist um tilhneigingu fjölmiðlamanna að tilgreina stundum bíltegundir í fréttum og stundum ekki. Máli mínu til stuðnings nefndi ég nokkra árekstra eða tjón þar sem tegundir voru nefndar. Sumir bílar eru nefnilega merkilegri en aðrir - alla vega fréttnæmari en aðrir.

 Í Morgunblaðinu nú um helgina (ég er nú áskrifandi) var mynd af bensínstöðvar-bílnum, þar kom greinilega fram að um BMW væri að ræða. Bæði á mynd og í texta. Þessi frétt sem ég fjalla um núna er fjallað um BMW sem fór ekki rétta leið, ekki nóg með það heldur er fyrirsögnin "BMW í grjótinu", sennilegast hefur þetta átt að vera sniðugt.

 Hinsvegar er ekkert minnst á Nissan Patrol í þessari frétt sem sett var inn á MBL.IS skömmu áður:

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1303578

Hér er hinsvegar mynd af þessum laglega Nissan Patrol (ég sjálfur stoltur Patrol eigandi), en ekkert minnst á hvaða tegund var um að ræða. Afhverju var fyrirsögnin ekki "Patrol í grjótinu" eða "Patrol hálfur í sjó"

Mig langar ekki að eiga ómerkilegan og ófréttnæman bíl, mér finnst ekkert gaman að eiga hvítan Nissan Patrol, ég vil eiga BMW helst svartan. Mér sýnist að svartir Bimmar séu mun merkilegri en aðrir.

 Ég spyr mig þó, hvað er að þeim sem geta ekki haldið besta akstursbíl heims á götunni? Um það snýst kannski málið; er það fréttnæmt þegar einhver missir stjórn á BMW? Eða er það að hver er svo sem hissa á því að stöku Patrol fari út af veginum? Þeir bílar eiga kannski ekkert heima á vegum heldur út í móa og uppi á fjalli.

 EÐA HVAÐ ER MÁLIÐ ???

 Björn Árni Ólafsson - Toyota og Nissan Patrol eigandi


mbl.is BMW í grjótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Æi, en þessi Patrol eigandi fékk flogakast undir stýri, ekki hægt að líkja því saman eða hvað, ég á líka Nissan þó hann sé ekki Patrol og svo ánægð með hann. Bara aka varlega, það er gott mottó.

Marta smarta, 18.11.2007 kl. 22:29

2 identicon

Þetta eru sauðir Björn.  Sauðir.  Að geta ekki haldið BMW úr grjótinu.  Patrol hefði drifið alla leið samt, efast ég ekki um.

Svo er náttúrlega BMW meira ógnvekjandi en Nissan.  Nissan kallar upp mynd af jólaálfum, en BMW er eitthvert corporate batterý.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:51

3 identicon

Já kannski má skýringuna á mun á fyrirsögnum þessara tveggja frétta finna í fréttinni sjálfri; í Patrolnum veiktist maður en ekki er getið veikinda í BMW tilvikinu. Orsökin líklega önnur og snýr því líklega að afturdrifnum BMW og leikni ökumanns í akstri slíks bíls við þessar aðstæður.

Birkir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:52

4 identicon

ja ég vill meina að það sé ekki mikið talað um þessa blessuðu patrol jeppa var mikið talað um slysið þegar það duttu tveir Nissan patrol jeppar oní krapapoll á eikverjum jökli nei allavega ekki mikið

atli (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:45

5 identicon

"sem geta ekki haldið besta akstursbíl heims á götunni?" Var einhvers staðar minnst á Mercedes Benz? Léleg eftirlíking af Benz er ekki besti akstursbíllinn.

Frikki (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:20

6 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Benz betri akstursbíll en BMW? hehe, fyndinn :)

 En hins vegar já, finnst mér mjög ómerkilegt af fjölmiðlum að nefna ALLTAF BMW á nafn þegar það kemur eitthvað fyrir.  T.d. á miðvikudag í síðustu viku kom frétt um 3 bíla í óhöppum.  "Bíll" sem valt í Grafarvogi, "bíll" í eltingaleik við lögguna í Kópavogi og "BMW" sem keyrði á bensínstöð..  Hvernig bílar voru hinir tveir?  Ekki nefnt af því að það voru ekki BMWar..  Ef þið spáið í þessu þegar þið lesið fréttir, bæði á visir.is og mbl.is sjáið þið að BMW eigendur eru lagðir í einelti af fréttamiðlum á íslandi.  Ég kvartaði í þá fyrir svona hálfu ári eða svo, þá hætti þetta alveg í einhverja mánuði (hugsanlega eingöngu tilviljun, hver veit) en nú er þetta byrjað aftur.

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 19.11.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband