Bíllinn minn kominn á kortið

Bíllinn minn á forsíðu !!!

Ég og dóttir mín fóru í Njarðvík/Reykjanesbæ í gær til að taka þátt í Ljósanótt. Þegar við ókum inn í bæinn tóku 2 stúlkur á móti bílalestinni og gáfu dagskrá og kort. Minnti mig óneitanlega á Dönsku Dagana í Stykkishólmi, þar er þó rukkað inn í bæinn sama hvert erindið er, meira um það á eftir.

Framan á kortinu sem við fengum afhent voru nokkrar myndir frá fyrri Ljósanóttum. Ein af myndunum var frá hópakstri fornbíla og þar var bíllinn minn. Bíllinn minn var sem sé á forsíðu kortsins sem nánast allir fengu sem fóru inn í bæinn, í það minnsta þau sem fóru gegnum Njarðvík. Það gladdi mitt smábæjarhjarta að sjá mynd af bílnum mínum á forsíðu, þó þetta væri nú bara eitt af kynningarefninu sem var í boði ;) 

Bláa Corvettan mín var framan á kortinu, sú sama og var í hópasktrinum þetta árið. Eins og undanfarin ár hefur pabbi minn keyrt bílinn. Einskonar greiði fyrir að geyma Vettuna allt árið fyrir mig því engan hef ég bílskúrinn á Álftanesinu. Geggjuð sýning eins og undanfarin ár og þvílíkur fjöldi af mótorhjólum. 

Allt sem við feðginin skoðuðum var nokkuð hefðbundið, listamenn og allskonar sölubásar. Líka hefðbundin skemmtiatriði, Skoppa&Skrítla, Kalli á Þakinu og fleiri. Ljósanóttin hefur þó eitt sem ég hef ekki séð á öðrum bæjarhátíðum, það er Árganga-ganga. Fyrir árgangagöngu safnast fólk saman fyrir framan hús við Hafnargötuna (aðalgatan) sem passar við þeirra fæðingarár. Ég og Skúli mættum ferskir við Hafnargötu 74, enda fæddir 1974, skömmu síðar bættust við nokkrar stelpur (eiginlega orðnar konur).

 

Gangan byrjaði síðan efst  hjá yngsta fólkinu og síðan voru árgangarnir tíndir upp í skrúðgönguna. Mér fannst þetta skemmtilegt og ég sá mikið af fólki sem ég þekki eða kannast við. Við Marta Líf dóttir mín sóttum síðan Mömmu mína og hennar árgang en þá vorum við nánast komin niður í bæ. Síðan vorum við Mamma&Pabbi og við feðginin að slæpast niður í bæ.

 

Eina sem ég get sett út á er að flugeldasýningin var klukkan 23, mér finnst það um klukkutíma of seint. Í það minnsta fyrir mína 5 ára, við vorum niðr'í bæ þangað til 22 og þá hefði verið gaman að fá sýninguna enda orðið kolniðamyrkur. Brunaði út úr bænum eftir það og sú litla sofnuð áður en við komum að Fitjunum. Ég sá reyndar flugeldasýninguna þegar ég ók Álftanesveginn, flott sjón þó ég hefði frekar viljað vera í Reykjanesbæ.

 

Örstutt um Dönsku dagana af því ég glósaði aðeins um þá í byrjun. Ég hef farið tvisvar þangað. Fyrra skiptið var líklegast 1998 og þá vorum við hópur á leið í siglingu um Breiðafjörð, lentum í smá stappi við fólk sem ætlaði að rukka okkur fyrir að fara inn í bæinn á dönsku dagana. Man ekki hvernig það endaði en við greiddum ekki. Sama upp á teningnum þegar við fórum 2005, greiddum fyrst aðgöngu-gjald að bænum (eins furðulegt og það er) og svo var rukkað fyrir tjaldstæði. Plássið okkar var grasbali við veginn, engin þjónusta og um kílómetri að klósetti og rennandi vatni. Engu að síður fínt en við Suðurnesjamenn rukkum ekki fólk fyrir að koma í bæinn, við gefum þeim kort með mynd af bílnum mínum á forsíðunni.

 

P.s. for the record, ég hlustaði á Ljótu Hálfvitana um kvöldið en gekk í burtu þegar flytja átti Ljósanæturlagið. Reyndar var Marta Líf að sofna á þessum tímapunkti en ég notaði tækifærið og mótmælti laginu með að ganga burt, ljóta lagið ljósa lagið J Sem betur fer tók enginn eftir þessu þöglu mótmælum mínum.

PP.SS

Til að auka á monntið sá ég að Víkurfréttir http://www.vf.is/ljosmyndir/ eru líka með mynd af bílnum mínum í myndaalbúmi frá laugardeginum. Albúmið heitir Ljósanótt 07 - 6 laugardagur. Mynd 31 af 32. Endilega skoðið myndina og fleiri frábærar myndir á þessari slóð hér fyrir ofan.

Björn Árni

53438_IMG_9485

 


mbl.is Mikill mannfjöldi á vel heppnaðri ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband