14. eða 15. ?

14. eða 15. ? Hér kemur fram að Önverðarness-völlurinn sé á 14. í fullri stærð. Ég veit reyndar ekki hvað felst í orðunum “full stærð” en ef það eru 18 holur þá ætti þessi völlur að vera númer 15 á landinu. Í bókinni Golf á Íslandi – Handbók kylfingsins 2008  (GSÍ) eru taldir upp fimmtán 18 holu vellir. Ég er nýliði í sportinu og það kom mér á óvart þegar ég skoðaði bókina hvað margir vellir eru 9 holur. 18 holu vellir eru annars þessir: 
  1. Keilir - Hafnarfirði
  2. Urriðavöllur – “Oddfellow völlurinn”
  3. Kópavogur/Garðabær
  4. Grafarholtsvöllur
  5. Korpúlfsstaðavöllur
  6. Leynir – Akranes
  7. Borgarnes
  8. Akureyri
  9. Vestmannaeyjar
  10. Hella
  11. Flúðir
  12. Kiðjaberg
  13. Þorlákshöfn
  14. Leiran
  15. Öndverðarnes ?
 Það vakti athygli mína að 18 holu vellirnir eru allir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða á því. Ef frá eru taldir vellirnir á Akureyri og Vestmannaeyjum, á hina vellina er ekki mikið meira en 60-90 mínútna akstur. Tók fram að ég er ekki sérfræðingur í þessum golfvallar-málum og það getur verið að einhver af völlunum teljist ekki full stærð, hvað svo sem það þýðir. En ég vildi alla vega vekja athygli á þessu. Björn Árni Ólafsson

 


mbl.is Öndverðarnesvöllur stækkaður í 18 holur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband