3.6.2008 | 12:59
Þórunn Ísbjarnardóttir 007 - licence to kill
Það er nú ekki mikið hægt að segja við þessu úr því sem komið er. Umhverfisráðherra gungaðist á þessu og fór auðveldustu leiðina, alla vega á þeim tímapunkti. Ekki hægt að taka þá ákvörðun til baka eða finna betri lausn. Sitjum bara uppi með ákvörðun hennar og getum ekki sagt "hvað ef" ?
Ég er reyndar ekki hlutlaus, enda heiti ég Björn. Það kom þó ekki í veg fyrir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, hér eftir nefnd Ísbjarnardóttir, finndi til með dýrinu og leyfði því að njóta vafans. Varla margir á ferli þarna.
Ég tel ísbjörnin varla hættulegri heldur en margir ökumenn sem fara þarna um eða aðra vegi landsins. Spurning um að taka upp sömu taktík hjá lögreglunni. Bara skjóta frekar en missa ökumenn í þoku eða myrkur eða bara út í buskan.
Blessuð sé minning nafna.
Björn
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefðir náttúrulega kysst nafna þinn ,hefði hann komið á tröppurnar hjá þér ?
lelli (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:05
Góður punktur hjá þér Björn Árni, þetta lið ætti allt að skammast sín og ennþá einu sinni er löggan að fá almenningsálitið á móti sér, sbr. piparúða og hálstök á krökkum.
Skarfurinn, 3.6.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.