12.9.2007 | 15:14
Mín 7 undur Vestfjarða
Ég er ekki af Vestfjörðum en örlögin hafa verið þannig að ég tengist þeim um aldur og ævi. Ég fer þó allt of sjaldan vestur en fjölskyldan fór þangað síðasta sumar og náðum að sjá ótrúlega mikið á lengdri helgi. Ég hef séð lang flest af þessum mannvirkjum en þó ekki allt. Ég hef í huga það sem kom fram í fréttinni: "Sá sem hefur komið þangað gleymir því ekki - eitthvað er þar öðruvísi en allt sem hann hefur áður séð."
- 1) Óshlíðarvegur/krossinn - mun merkilegri fyrir mig en flesta aðra
- 2) Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal - mögnuð í sínum einfaldleika
- 3) Síldarverksmiðjan í Djúpavík - Gaman að ganga um söguna, fann næstum lyktina.
- 4) Jarðgöngin í Arnarneshamri - flott umhverfi og dugnaður í fólkinu að komast í gegn
- 5) Gamla kirkjan í Árnesi í Trékyllisvík - magnaðar sögur sem fylgja byggingu nýju kirkjunnar, sú gamla miklu betri og flottari en sú nýja.
- 6) Riis-húsið á Borðeyri - Borðeyri er minnsta stórborg í heimi, mikið mannlíf á litlu svæði.
- 7) Kleifakarlinn á Kleifaheiði - kannski ekki merkilegur en eftirminnilegur er hann, vegavinnumenn að dunda sér í frítímanum (vonandi), stór og sniðugur.
Fyrstu 1-4 eru alveg skotheld að mínu mati, 5-7 gæti breyst á morgun eða næst þegar ég skoðaði þetta. Hefði viljað hafa Krossneslaug í valinu, skemmtileg sveitalaug í fjöruborðinu, held hún sé við eða nálægt Norðurfirði.
Mikið rosalega hefði ég viljað fá myndir af öllum þessum stöðum og kort með sem sýnir hvar þetta er. Ég hef eflaust séð flest af þessu en er ekki að átta mig á því. En tilgangurinn með þessu er jú að finna eitthvað sem ekki gleymist.
Það sem ég taldi upp gleymi ég ekki.
Björn Árni Ólafsson
Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.