7.9.2007 | 15:16
Latcharter - ekki Flugleiðir
Í þessari frétt er smá skekkja. Málið er að Icelandair Group á Icelandair og stóran hlut í Latcharter. Um það snýst málið ekki Flugleiði eins og stendur í fréttinni. Hér fyrir neðan er hluti úr samþykkt FÍA fundarins í gær og birtist í frétt á MBL.is fyrr í dag.
Fjölmennur félagsfundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) samþykkti í gærkvöldi harðorða ályktun vegna þeirrar stefnu Icelandair Group að notast við erlenda verktaka, lettneska félagið Latcharter, í leiguflugi á vegum Icelandair erlendis en íslensku flugmennirnir telja að með því brjóti félagið gegn forgangsréttarákvæðum í kjarasamningi FÍA og Icelandair.
Ég tek ekki afstöðu í þessari deilu en vil hafa þetta á hreinu. Ekki er verið að setja erlenda flugmenn á vélar Icelandair eða Flugleiða eins og flugfélagið hét lengi.
Björn Árni
Búast má við truflunum á flugi Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.