Hvenær er bíltegundin frétt eða ekki frétt?

Fyrir nokkrum vikum (24.október) fjölluðu flestir íslenskir fjölmiðlar um BMW sem valt í Kópavogi. Fyrirsagnirnar voru æsilegar: "Brakið úr Bimmanum þeyttist um allt". Reyndar slapp fólkið lítið meitt og var ekki einu sinni lagt inn. Margir hneykslaðust á að bílstjóra og farþega væri sleppt enda dómstóll götunnar harður.

Í gær fjallaði vísir.is um Cadilac sem brann nálægt Mosfellsbæ, það kom fram í fyrirsögn að um Cadilac væri að ræða (gamall virðulegur bíll, gæti flokkast sem menningarverðmæti?). Á Mbl.is var tegundinni sleppt í fyrirsögn en í meginmál fréttarinnar kom fram að um Cadilac hefði verið að ræða.

Þann 25.október þyngdi Hæstiréttur dóma í BMW smyglmáli, þeir menn voru víst ekki að smygla BMW heldur einhverju allt öðru.

 Því er eðlilegt að ég spyrji, hvernig bíll var þetta sem fór inn í bensínstöð í nótt. Eru sumar bíltegundir merkilegri en aðrar, mér sýnist það.

Björn Árni Ólafsson

mynd

Mynd af vísi.is, frétt frá 24.okt 

Hér er mynd af sundurtættum BMW, vantar reyndar framendan (viljum ekki fá hann í farþegarýmið). Glöggir sjá að afturrúður bílsins eru ekki einu sinni brotnar og farþegahurðin leggst nánast fullkomnlega við boddý bílsins. Sem þýðir að ekki er mikil skekkja í farþegarými bílsins, hann tættist sem sé ekki meira en þetta.


mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1279521

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1244751

http://www.mbl.is/mm/frett.html?nid=1238411

Oftar en ekki BMW sem þeir kjósa að nefna. Helvítis fordómar 

Halli (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: gummih

Nokkuð góður punktur, en er þetta ekki bara svipað og það er fréttnæmt ef Picasso er stolið en ekki ef stolið er reiðhjóli fyrir utan 10-11. BMW þykja greinilega bara merkilegir bílar - en ekki Fiat Punto og Hyundai Accent

gummih, 15.11.2007 kl. 09:41

3 identicon

Þú ættir nú að sjá á myndinni sem er með fréttinni að þetta er BMW 3xx.

Ég held að það sé nú varla hægt að tala um fordóma.

Það er nú bara þannig að BMW bifreiðar virðast vera í miklum meirihluta þegar kemur að svona geðveiki. 

Tvisvar hafa BMW bifreiðar lent á ofsahraða á göngubúnni í Fossvoginum. Fyrir rúmum mánuði endaði BMW nánast inni í strætóskýli norðarlega á Kringlumýrarbraut eftir að hafa misst stjórn á bílnum á ofsahraða, lent út af veginum og keyrt í gegnum fleiri metra af trjágróðri. Svona mætti lengi telja.

Ég held að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að mikið af þessum bílum eru í eigu ungra og óreyndra ökumanna sem einfaldlega ráða ekki við kraftmikla afturdrifna bíla.  Og ekki skánar aksturshæfnin þegar menn eru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Balsi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:34

4 identicon

ÞETTA ER BMW 545I 2004

Traviz (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:18

5 identicon

Þetta var BMW M5 árs til tveggja ára gamall

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Signý

Einhvernvegin stórefa ég að þetta sé M5 hvað þá eins eða tveggja ára gamall... allavega ekki miðað við boddíið á bílnum, eða það sem maður sér á honum.. plús það að ég stórefa það að menn séu með yfir 10milljónkróna bíl á plast bmw-ripoff hjólkoppum... En þetta er engu að síður BMW... líklega 3eitthvað...

Friður á jörð! 

Signý, 15.11.2007 kl. 21:27

7 identicon

BMW er uppáhaldstegund handrukkara og dópsala.

Þrándur í Götu (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:04

8 identicon

Ættir kannski að fá þér gleraugu Signý,þetta eru felgur en ekki hjólkoppar!!

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:07

9 Smámynd: Björn Árni Ólafsson

Þetta er yngst 2004 módel af bíl, þetta er eldra boddý-ið af BMW 5-línu. Get ekki betur séð en þetta væri dísel-vél sem var sýnd á einni myndinni. En 100% að þetta er yngst maí 2004.

Þetta er ekki M5.

Björn Árni Ólafsson, 18.11.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband